Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Stemma og staka | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Stemma og staka

Fyrsta ljóðlína:Njóttu " Iðunn " heillahags
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Tileinkað kvæðamannafélaginu Iðunni. Úr gögnum Þorsteins Kristinssonar.
1.
Njóttu „ Iðunn “ heillahags
hreinni á friðarlínu.
Æ sé kliður óðs og lags
yfir sviði þínu.
2.
Bragastrengja hljómþýð hjörð
hugró mengi gefur.
Um stemmugengi og stökur vörð
staðið lengi hefur.
3.
Angri og mæðu ýta á bug,
auka gæði bragsins.
Kæti glæða, hlýja hug
hljómar kvæðalagsins.
4.
Brags um mið og stefjastig
strengja- iðar -kliður.
Hugans friður hjúfrar sig
hreimaniðinn viður.
5.
Þegar graman hug ég hef
hafa gamanljóðin
líka saman stemma og stef
stöðvað amaflóðin.
6.
Tónaglitin tær og hlý
töfra hita í sinni,
fögur sitja eftir í
undirvitundinni.
7.
Margra græða megi tryggð
margar gæðabögur.
Láttu flæða um landsins byggð
lögin kveða fögur.
8.
Eflist tökin „ Iðunnar “
andans vökumönnum.
Kostir stöku og stemmunnar
standa á rökum sönnum.
9.
Yndi flæði í fólksins brjóst
fróns um svæði og ranna.
Þróist bæði leynt og ljóst
lofstír kvæðamanna.
10.
Dómur enginn svíði sár.
Sóma- tengist -þáttur.
Ómi lengi hreinn og hár
hljóma og strengjasláttur.