Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Til Súsönnu á Hóli á 80 ára afmæli | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Til Súsönnu á Hóli á 80 ára afmæli

Fyrsta ljóðlína:Ástum kæran á sér rann
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:6.febr. 1964
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Til Súsönnu Guðmundsdóttur, húsfreyju á Hóli í Svarfaðardal, í tilefni af áttræðis afmæli hennar 6. febr. 1964
Ástum kæran á sér rann
undir skjóli fjallsins
heillum blessuð húsfreyjan
á höfuðbóli dalsins.

Heiðurskonu, hátt sem ber
hér í svannaflokki
lífsins orðin leiðin er
löng frá vöggustokki.

Furða er ei þó hrímgist hár
og halli orkutaki
hjá þeim sem að eiga ár
áttatíu að baki.

Þótt að þér hafið fallið fast
flaumur ára þungur,
afl á móti ei þig brast
aldni kvenskörungur.

Þegar reyndi ítrast á
orku og hyggju þína
mest og best það mátti sjá
mannkostina skína.

Kosti marga Guð þér gaf
göfugt líf sem varðar,
safaríkum runnum af
rótum Skagafjarðar.

Ljúfra hvata knýttir bönd
kærleikans á þingi,
líknar - réttir hlýja hönd
hrumum einstæðingi.

Þeir eiga skilið þakkargjöld
sem þerra sár er blæða.
Þín var umbun þúsundföld
þar að hjúkra og græða.

Að láni og gengi lagt hefur ráð
lífs í önnum brýnum,
aukið kjark og eldað dáð
eiginmanni þínum.

Hefur kæra kvenvalið
í kyljum ævitíðar
staðið sem bjarg við bóndans hlið,
bæði fyrr og síðar.

Verkin þín á veldisstól
verða æ til staðar
meðan hlúir himinsól
hól í dal Svarfaðar.

Gullið blik geislaskart,
gleði og hlýju sína
ævikvöldið blítt og bjart
breiði á götu þína.