Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Nú fölnar rósin fríða | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Nú fölnar rósin fríða

Fyrsta ljóðlína:Nú fölnar rósin fríða
Viðm.ártal:
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Jóhanna Jónsdóttir (Jóa) fæddist á Búrfelli í Svarfaðardal 25. júlí 1872. Hún var elsta barn foreldra sinna Jóns Jóhannssonar og Ingibjargar Þorkelsdóttur bænda á Búrfelli. Jóhanna giftist ekki og átti enga afkomendur. Hún bjó til dauðadags (1939) á Búrfelli með fjölskyldu Jóhanns bróður síns. Jóhanna naut virðingar heimilisfólksins og annarra samferðamanna sinna. Jóhanna hafði gaman af hestum og átti gæðinginn Stjörnu, sem hún hafði mikið dálæti á. Hún var hagmælt, en hirti ekki um að varðveita vísurnar sínar. Þær fáu sem hér eru skráðar náðu bróðurbörn hennar að varðveita
Nú fölnar rósin fríða
í fjalla bjartri hlíð.
Sólin hratt fer hníga
í hafsins djúpin blíð.
Ég horfi í heiðan geiminn
og hugljúf fuglaraust
berst angurblíð að eyra.
Ég elska þig, ó haust.