Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Safnið þetta stofnuðu nokkrir ljóðaunnendur í Dalvíkurbyggð í október 2013. Aðsetur hópsins er á Héraðsskjalasafni Svarfdæla á Dalvík og markmið hans er að safna kvæðum og lausavísum sem upprunnar eru eða á einhvern hátt tengdar Dalvíkurbyggð og ekki hafa verið gefnar út á prenti.

Nafnið Haraldur er til heiðurs Haraldi Zophoníassyni verkamanni og skáldi á Dalvík. Haraldur orti óteljandi lausavísur og talsvert af ljóðum og var meðal samferðamanna álitinn „talandi skáld“.