SöfnÍslenskaÍslenska |
Flóvent Jónsson 1796–1883EITT LJÓÐ
Flóvent var fæddur á Ásláksstöðum í Arnarneshreppi sonur Jóns Flóventssonar hreppstjóra og Guðrúnar Benediktsdóttur konu hans.
Kona Flóvents ( f. 1827 ) var Ingibjörg Benediktsdóttir frá Ölduhrygg í Svarfðardal. Var hún sögð stjórnsöm kona og ýtin. Þau Flóvent áttu eina dóttur, sem dó í æsku. Flóvent bjó á hálfum Bakka 1831-33, en þaðan í frá á Hlöðum til 1865 að hann brá búi. Gerðist próventukarl á Syðribakka 1867 og var þar til æviloka. Flóvent var góður búmaður og vel efnum búinn lengstaf. Hann var greindarmaður, fróðleiksfús og hagmæltur. Er kveðskapur hans til í handritum í Landsbókasafni, þar á meðal bæjavísur um bændur í Tjarnarsókn ortar þegar Flóvent bjó á Bakka. (Svarfdælingar II bls. 136) Flóvent Jónsson höfundurLjóðBæjavísur í Tjarnarsókn 1832 ≈ 1825 |