Jón Hallgrímsson, Karlsá, Eyf. 1772–1851
TVÖ LJÓÐ
Fæddur í Dæli í Skíðadal, Eyf. Foreldrar Hallgrímur Jónsson á Þverá í Skíðadal og k.h. Þóra Sigurðardóttir.
Bóndi á nokkrum stöðum, lengst á Karlsá á Upsaströnd 1810-1849 og stundaði jöfnum höndum landbúskap og sjósókn, eins og aðrir búendur á Upsaströnd
,,Á yngri árum var hann talinn klinkinn og skuldseigur, en síðar þótti hann hinn mesti dánumaður, vel upplýstur og fróður." Hann var ágætlega hagmæltur og kvað mikið af vísum og ljóðabálkum. Árið 1830 kvað hann bæjarvísur um búendur í Svarfaðardal, 89 að tölu að MEIRA ↲
Fæddur í Dæli í Skíðadal, Eyf. Foreldrar Hallgrímur Jónsson á Þverá í Skíðadal og k.h. Þóra Sigurðardóttir.
Bóndi á nokkrum stöðum, lengst á Karlsá á Upsaströnd 1810-1849 og stundaði jöfnum höndum landbúskap og sjósókn, eins og aðrir búendur á Upsaströnd
,,Á yngri árum var hann talinn klinkinn og skuldseigur, en síðar þótti hann hinn mesti dánumaður, vel upplýstur og fróður." Hann var ágætlega hagmæltur og kvað mikið af vísum og ljóðabálkum. Árið 1830 kvað hann bæjarvísur um búendur í Svarfaðardal, 89 að tölu að viðbættum tveimur lokavísum og 1845 setti hann saman formannavísur er greina frá svarfdælskum skipstjórnarmönnum.
Mikið af kveðskap Jóns er í handritasyrpum Landsbókasafns og mestmegnis í uppskrift annarra. Meðal þess eru rímnaflokkar, tíðavísur rúmlega 100 að tölu í ljóðabréfaformi, tækifærisljóð og lausavísur. Fæst af því mun til á prenti fyrir utan bæjavísur og formannavísur.
Jón hafði allgott bú á Karlsá lengstum, enda nýtti hann vel sjávargagnið.
Skip hans hét Kaggi og minnist hann þess í vísu þessari:
Kuldanagg í nyrðingnum,
njótum haggar randa.
Báran vaggar byrðingnum
bágt er í Kagga að standa.
Jón var í sæmilegum efnum á tímabili og hreppstjóri í fáein ár.
Um sjálfan sig kvað hann þessa stöku:
Jón á Karlsá ekki er
almenningi þægur.
Á hann mikið illt í sér,
er þó löngum hægur.
( Svarfdælingar II, bls. 396 - ´97 ) ↑ MINNA