Eiríkur Pálsson (Prjóna-Eiríkur) | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Eiríkur Pálsson (Prjóna-Eiríkur) 1825–1900

EITT LJÓÐ — SAUTJÁN LAUSAVÍSUR
Eiríkur fæddist í Pottagerði í Skagafirði, sonur Páls Þorsteinssonar bónda og skálds í Pottagerði og konu hans, Gunnvarar Rafnsdóttur. Hann missti föður sinn 1829 og var alinn upp á nokkrum hrakningi, ýmist hjá vandalausum eða móður sinni. Hann var bóndi á ýmsum bæjum í Svarfaðardal en lengst af þó á Uppsölum 1861–1878 að hann brá búi en var hjá dóttur sinni og tengdasyni á Uppsölum til æviloka. Kona Eiríks var Margrét dóttir Gunnlaugs fræðimanns á Skuggabjörgum í Deildardal og á Skuggabjörgum bjó Eiríkur í tvíbýli við tengdaforeldra sína á árunum 1855–1857. Eiríkur var frægur fyrir prjónaskap og mun fyrstur manna í Svarfaðardal hafa eignast prjónavél. (Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið 1850–1890 V. Útg. Sögufélag Skagfirðinga. Akureyri 1988, bls. 59–62).

Eiríkur Pálsson (Prjóna-Eiríkur) höfundur

Ljóð
Bæjarvísur ≈ 1850
Lausavísur
Arnarleir ég enda hér
Á því mun ég einatt klifa
Býr á Hálsi bóndi frjáls
Eg er snauður og hjá lýð
Einn til bóta er Árni mér
Eiríkur á Uppsölum
Eiríkur sem eyrað beit
Harðar mylja hrannirnar
Hristist vengi hrykktu fjöll
Lúr er kominn í litla Pál
Oftast drunginn ólundar
Svo kveð ég þig Siggi minn
Sögu nú ég segja skal
Söl hrognkelsi kræklingur
Vaka slær hjá Vökuhól
Þegjum bíum haf ei hátt
Þú átt pennan þann ég kenni fínan