Helga Ásgeirsdóttir 11 ára | Kvæðasafn Héraðs­skjalasafns Dalasýslu
Kvæðasafn Héraðs­skjalasafns Dalasýslu

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (2)

Helga Ásgeirsdóttir 11 ára

Fyrsta ljóðlína:Afmælis þíns æðstan daginn
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1882
Afmælis þíns æðstan daginn
allir klökkvir biðjum vér.
Ævinlega allt í haginn
alla daga gangi þér.
Freyjan spanga frjáls í lund
fái lifað alla stund.
Menntun bæði og manndóm hljóttu,
mestra gæða lífsins njóttu.

Mér er ætlun vandi að vinna
varla sem ég orka fæ.
Orðalag og af því finna
eitthvert lag, ef í það næ.
Ólund kasta´ ég allri má
engin má hún vera há.

Ellefu nú orðin ára,
engan ber í brjósti harm.
Birgja þarf ei bölið sára,
brúðin kná í hvelfdum barm.
Frjáls og glöð er foldaskorð,
fjörug líða af vörum orð.
Enga dylur ætlan sína,
augum snör sem stjörnur skína.

Svona læt ég sálminn enda,
sem ég kvað í huga hress,
og ég lengur óðar benda
ólmur til að gera vers.
Út nú sunginn sálmur er,
svanni kær til heiðurs þér.
Eigðu´ hann bara´ í minning mína
mér þá virðing náðu að sýna.