Sonnetta með stýfðum ferhendum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sonnetta með stýfðum ferhendum

Dæmi

Nú bregður lit á landið haustsins glit
löngu er sölnað vorsins bjarta skart,
þótt aldursferlisgaldur greinist vart
göngum við sömu örlögum á vit.
Ég heyri stríðan tón í tímans þyt
frá tregastrengjum – og mér finnst það hart
að árin þræði silfri hár mitt svart,
saknaðarljóð ég æsku minni flyt.
Ég veit og skil, þó hrynji hrím á brár
og hrukkur risti enni mitt og vanga
er tilgangslaust að harma hrörnun slíka.
Er fyrstu snjóar falla í þitt hár
þá finnst þér aðeins léttari sú ganga
fyrst vinir þínir gerast gamlir líka.
Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir: Haust

Ljóð undir hættinum