| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Bóndinn Eiríkur brytjar mör

Viðm.ártal:≈ 1810–1920


Um heimild

2.tbl. 2014


Tildrög

Á kvöldvökunni á Reykjum.
Bóndinn Eiríkur brytjar mör,
bryður hún Guðrún kjöt og smjör.
Ingunn við tuggum tekur.
Kolbeinn litli á kodda svaf,
Katrín tók lykkju prjónum af,
hjá Imbu lyppan lekur.
Lyppu spann Bjarni löngum trúr,
lagaði Jón orð dönsku úr.
Bergþór var band að spinna.
Við þráðarspunan Þórdís sat,
þagað Sigga við rokkinn gat.
Gekk Fúsi um gólfið stinna.