| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Kristján og séra Helgi Sveinsson í Hveragerði voru saman á ferð. Helgi þurfti í leiðinni að koma við í Hlíðardalsskóla, sem aðventistar ráku, og hitta forstöðukonuna. Kristján beið úti á meðan og kvað vísuna þegar Helgi kom til baka.
Lengi kyssti, kennd við fjör,
kempan listum búna,
allt frá rist og upp í vör
aðventistafrúna.