Kvennafar | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (113)

Kvennafar

Fyrsta ljóðlína:Það rigndi alveg endalaust
Viðm.ártal:≈ 0
Það rigndi alveg endalaust
allar götur fram á haust.
Ég fór í bankann, fékk mér lán
og ferðaðist á því suðr‘á Spán
og þar fyrir augu bar,
þetta ógurlega kvennafar,
að slíkt ei fyrr né síðar sá
og segja mun nú ykkur frá:

Á Spáni er hafður heitur sjór
og hellingur af sandi og bjór.
Ég mildur upp við fjörur flaut,
já, frídaganna rakur naut
og sæll ég upp í sandinn skreið
og saup auðvitað bjór um leið.
Mikið lifandis ósköp leið mér vel
að liggja þana eins og skel
í sandi eftir sjávarbað,
ég setti fyrir andlit blað,
en hafði á því gægjugöt
af greinilegri eðlishvöt.
Brátt ég sá einn svaka kropp
svifta utan af sér slopp
og rúm sér taka rétt hjá mér,
-hún var reyndar næstum ber,
og þegar hún í sandinn seig
mér suða fyrir eyrum steig,
en þetta og hitt í hugann flaug
og hríslingur um búkinn smaug.

Já konan sú var kynja sver,
svo kjötmikil er engin hér,
þvílík læri, þvílík brjóst!
Hin þrýstna mynd í hug minn grófst
eða segðu maður mjaðmirnar,
á mittinu aftur lítið bar.
Ég gerði mér hana í hugarlund
svona 190 pund.

Ó, þú suðurlanda sól,
í sandinum þarna áttum ból,
mildur blær um loftin leið,
þú lást við hlið mér mjúk og breið.
Ég augnabliksins alsæll naut
og augunum til hliðar gaut,
en þá varð mér líka ljóst,
mér liðið hafði dúr í brjóst,
því aðeins sást í sandi þar
þetta svakalega kvennafar.