Sumarliði Grímsson frá Ásakoti | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Sumarliði Grímsson frá Ásakoti 1883–1931

EIN LAUSAVÍSA
Fæddur í Ásakoti í Biskupstungum. Ólst upp á Reykjavöllum. Var í áratug vinnumaður á Torfastöðum hjá séra Eiríki og Sigurlaugu. Sigurlaug hélt saman kveðskap Sumarliða, en sú samantekt eyddist í húsbruna á Torfastöðum árið 1945. Sumarliði kvæntist Guðnýju Kristjánsdóttur frá Heysholti á Landi. Þau bjuggu skamma hríð í Torfastaðakoti/Vegatungu. Fluttu svo til Reykjavíkur þar sem þau reistu nýbýlið Litla-Hvamm og bjuggu þar til æviloka. 
Sumarliði Grímsson var greindarmaður og lipur hagyrðingur. Hann er af mörgum talinn höfundur vísunnar ,,Kristján í Stekkholti í kaupstað með nautin sín ríður" sem Tungnamönnum er tamt að syngja.

Sumarliði Grímsson frá Ásakoti höfundur

Lausavísa
Böls við kjörin, boða og sker ≈ 1900–1920