Jói í Stapa/Jóhann Guðmundsson frá Stapa | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Jói í Stapa/Jóhann Guðmundsson frá Stapa f. 1924

TVÆR LAUSAVÍSUR
Fæddur í Grundargerði í Blönduhlíð, Skag. Foreldrar Guðmundur Jónsson og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir sem víða bjuggu. Bóndi í Stapa í Tungusveit 1944-1947 og aftur lengst af á árunum 1952-1986. Jóhann stundaði smíðar um árabil, reisti fénaðar- og íbúðarhús í Skagafirði, Húnaþingi og víðar. Einn af þekktustu hagyrðingum landsins, starfaði mikið með Kvæðamannafélaginu Iðunni um tveggja áratuga skeið frá 1988, vann með Sigurði dýralækni í Grafarholti að útgáfu á Vísnaþáttum og stökum og stóð fyrir árlegum hagyrðingamótum frá 1989 með vinum sínum. Jói hefur gefið út 2 ljóða- og vísnabækur: Axarsköft 2006 og Ný axarsköft 2011

Jói í Stapa/Jóhann Guðmundsson frá Stapa höfundur

Lausavísur
Hér má forna fylking sjá
Um himinhvolf er stjörnum stráð