| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Sagt er að Bjarni amtmaður hafi ort fyrri hluta vísunnar en Hjálmar botnað. Einnig er til önnur gerð vísunar og þá sagt að Hjálmar hafi ort þegar hann datt á leið úr búð í Grafarósi. Sbr. uppl. úr Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Oft hefur heimsins gálaust glys gert mér ama úr kæti Hæg er leið til helvítis hallar undan fæti.

Skýringar

Margur heimsins girnist glys
og gálaust eftirlæti
Hæg er leið til helvítis
hallar undan fæti