| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Mohr kaupmanni á Akureyri og Hjálmari varð sundurorða vegna reiknings og orti þá þessa vísu. Mohr skildi ekki vísuna en varð hræddur enda hafði honum verið sagt að Hjálmar væri kraftaskáld. Lagaði hann því reikninginn og gaf Hjálmari brennivínspott og rullupund til þóknunar.

Skýringar

Ekki´ er faktor Mór mjór,
mörvaður sem stór þjór,
hann í synda fór flór,
fleina drýgir Þór hór.