| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Við Gunnlaug frænda sinn Snorrason. Hefndist Árna fyrir þessa vísu og missti skáldgáfuna, þar til hann lofaði að yrkja andleg kvæði.

Skýringar

Sver ég það við mold og málm
mitt parruk og hattinn
aldrei skal ég yrkja sálm,
þótt eldri verpi en skrattinn.