| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Á annan jóladag 1954 var ég (Sigurjón Sigtryggsson) sem oftar að grúska í vísnasafni mínu í stofunni á heimili mínu Suðurgötu 30. Heyrði ég þá að gengið var kringum húsið og komið að glugganum og þessi ferskeytla kölluð inn til mín. Komumaður var Kjartan Hjálmarsson, kennari, en hann átti oft leið til mín þennan vetur.

Skýringar

Eru jólin aldrei skírð
annað en matarforði?
Iðar hjartans engladýrð
yfir kvæðaborði.