| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Hlynur= Hlynur Sigtryggsson veðurstofustj. Páll= Páll Bergþórsson veðurfræðingur.
Vetrarlegt er veðrastand.
Vinda mikill kraftur.
Harkalega um haf og land
hendast fram og aftur.

Með þeim kemur frost og fönn.
Ferðir margar teppir.
Sunnanátt í óða önn
úr sér hláku slettir.

Þó að Kári hafi hátt
hertur klakastáli.
Nær það ekki nokkri átt
neitt að kenna Hlyni og Páli.

Búast þeir við betri tíð.
Brostu hlýtt í kampinn vinur.
Sólskin yfir land og lýð.
Lukkudrengir Páll og Hlynur.