| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Líkir ketti um kjaft að sjá
hvor nam fólsku beita.
Fóru tveir að fljúgast á
flækingarnir sveita.

Kröpp var glíma en hvergi lin
hvorugur þurfti að bíða.
Hraustur Svaki og Helgason
hertu sig að stríða.

Um Sölva Helgason má tjá
sína ei dylur lesti.
Lastar Skaga lýði sá
landflækingur versti.

Fyrir strikin fanta ósmá
flestir þekkja drenginn.
Í tugthúsi áður sá
auli er skólagenginn.