| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Í útvarpsþættinum Á hraðbergi, þætti spaugvitringa haustið 1966, varð tíðrætt um Þórberg Þórðarson og hvort ekki væri rétt að ráða hann sem skrímslafræðing ríkisins og ef svo yrði, hvort ekki væri þá sanngjarnt að hann tæki laun í hæsta launaflokki. Út af þessum umræðum kvað höfundur þessa vísu.

Skýringar

Undradýr og atómljóð
eiga að ráða þingi.
Skrambans summu skrímslaþjóð
skuldar sérfræðingi.