| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Jón á Ökrum bóndinn býr

Bls.IV, bls. 114


Tildrög

Jón Jóhannesson á Stóru-Ökrum í Skagafirði hóf byggingu á Akraseli á Akradal. Hugðu menn að þar ætti að vera selbygging, en urðu þó aðeins beitarhús. Beitarhúsganga þangað var erfið og löng. Pétur kvað þessar vísur um Jón sem þótti ágengur við nágranna.
Jón á Ökrum bóndinn býr,
býsna líkur valnum.
Á hann sauði, ær og kýr
upp á góða dalnum

Jón á Ökrum bóndinn býr,
bölvaðastur granna.
Á hann sauði, ær og kýr
allra verstur manna.