| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Treysti á eigin mann og mátt.
Misskilinn af flónum.
Nú er kappinn lagstur lágt
sem lifði og dó á sjónum.

Þekkti mannlegt strit og stríð
Stóð mót beittum geiri.
Einstæðingur alla tíð
eins og margir fleiri.

Mörg eru spjöllin mannlegs lífs
Margra er gölluð kæti.
Styrjarvöld í stormi lífs
stíga höllum fæti.