| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Dagblaðið Vísir hafði um tíma fastan þátt sem hét "e;Ef ég mætti ráða."e; Skrifuðu í hann ýmsir menn og lýstu hvað þeir myndu gera ef þeir réðu ríkjum á Íslandi. Jóhann Fr. Guðmundsson sendi þessa vísu í þáttinn. Vísan kom aldrei í blaðinu og þessi þáttur hvarf af síðum þess. Björn Ólafsson ráðherra hafði nýverið farið til Bandaríkjanna fyrir ríkisstjórnina til þess að fá lán að álitið var.

Skýringar

Vestur ætt, á betlið bætt,
bresta þættir dáða.
Öllum slætti yrði hætt
ef ég mætti ráða.