| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Jóhann Gunnar átti við heilsuleysi að stríða. Hann orti vísuna þegar hann kom heim af sjúkrahúsi.
Fer ég nú til fossanna
fjöll og dali skoða
hlusta á sönginn heiðlóa
horfi á morgunroða.

Kinka blómin kollunum
kveður spói glaður.
Fríð hjá sumarfuglunum
finnur þreyttur maður.

En ef þið vissuð öll mín sár
og alla mína bresti
munduð þið fella falleg tár
og fagna þannig gesti.