| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Það að bera höfuð halt

Bls.Lesbók Morgunbl. 1942 /93
Það að bera höfuð halt
hamlar brautargengi.
Hjarta mitt og höfuð salt
hafa vegið lengi.

Ýmsum verður örðug nú
ástleitnin við mildi.
Margur hikar að taka trú.
Trúna á lífsins gildi.

Mér fyrir döprum sjónum senn
sortnar á fótskör norna.
Gef mér trú á Guð og menn
gæskan himinborna.