| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Úr Næturferð.
Á ljónhvata fáknum ég löturhægt ríð
í leiðslukvöl norður á bóginn.
Og stefni ragur á bakkan beint
á brimgnýinn, þokuna, sjóinn.
Með beinþröngan, skorpnaðan skóinn.

Og hugs´ um þig vina mín. Horfi um öxl.
Já, harmþrunginn augunum renni.
Ég sé þig í anda. Þú sefur nú vært
með svefnróna á hvörmum og enni.
Og anda míns örmum þig spenni.

Og þúsundum kossa hann kyssir þig nú.
Hann kyssir þig mjúkan, langan.
Í eyra þér mælir ástmálin þýð.
Hve erfið er skilnaðar gangan.
Hann kyssir þig vina á vangann.