| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Flokkur:Draumvísur


Tildrög

Þetta hringhenta gagaraljóð má kallast tvöföld draumvísa. Þuríði Jónsdóttur á Svarfhóli dreymdi að Jóhannes Guðmundsson sýslumaður, er þá hafði nýlega orðið úti (11. mars 1869), kæmi til hennar og segði henni að þessi vísa hefði verið kveðin við sig í draumi síðustu nóttina sem hann lifði.
Boðskap svara þú mátt þeim,
þig mátt vara, leið er hál.
Þú skalt fara héðan heim,
heimferðar er komið mál.