| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Ólína Jónasdóttir beið heimkomu manns síns, Halls Jóhannessonar sem var á ferðalagi. Vissi Ólína að hesur Halls var ódæll nokkuð og var hrædd um að slys hefði orðið. Kvað hún þá þessa hringhendu. Það kom í ljós að ótti Ólínu var ekki ástæðulaus því í þessari sömu ferð drukknaði Hallur af Brún í Héraðsvötnum. Brúnn komst lifandi út Vötnunum og var skömmu síðar seldur Sveini Hannessyni frá Elivogum. Einhver lét í ljós undrun við Svein yfir að hann skyldi kaupa þennan gallagrip. Sveinn svaraði með hringhendu sem hefst svo: ?Rösull valla verður sá.?

Skýringar

Brúnn þó galla beri fjöld,
bót ég kalla hreina,
ef skilar Halli heim í kvöld
hann án allra meina.