| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Góðan sagnaranda áttu
eða beittir galdra kynngi
ef þú veist um eðli og háttu
allra kvenna í Húnaþingi.

Allir sannir vísnavinir
verða fegnir bundnu ljóði.
Reyna að yrkja eins og hinir.
Er það flestum nokkur gróði.

Þetta skildu afi og amma.
Íþrótt sú var þeirra gaman
Einnig pabbi og hún mamma
ortu bændarímu saman.

Þeirri frístund vel er varið.
Ver má nýta hvíldartíma.
Ýmsir teldu ílla farið
ef að þjóðin hætti að ríma.

Ljóðum hef ég ætíð unnað.
Öllum vísnasmiðum slingum.
Ílla við það ég hef kunnað
er þeir sneiddu að Húnvetningum.

Rek ég hér á rembihnútinn.
Reyni þrek og mærðarkynngi.
Fyrr en láta kveða í kútinn
konurnar í Húnaþingi.