| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Rannveig, systir Jónasar Hallgrímssonar, neytti neftóbaks allverulega. Eitt sinn er hún var við útivinnu hafði hún gleymt tóbaksíláti sínu. Vinnumaður hennar, sem Ólafur hét og þótti fákænn nokkuð, tók líka í nefið og bað Rannveig hann um nefdrátt. En þá hafði farið á sömu lund fyrir honum svo hann sagðist engan hafa punginn. Þá kvað Rannveig þessa vísu.
Orðaslunginn, oft frægur,
amadrungann kefur.
Blessaður unginn Ólafur
engan punginn hefur.