| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Nú gildir að fálm´ eftir frumleik
og frægastir teljast þeir
er stefnunni með harmkvælum unga út
og elta hinn þétta leir.

Þeir rembast sem rjúpa við staurinn
að ríma þótt gangi stirt
um samræmi, klið og lipran leik
í ljóðblæ er minna hirt.

Og sá þykir skarpasta skáldið
er skrifar hið bundna mál
þótt vanti það bæði hreim og hljóm
og hafi það enga sál.

Og einkum ef enginn það skilur
um andríki vott það ber.
Að lofar það guma ef láta það sjást
í loggylltu bandi hjá sér.