| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Páskar - Lofsöngur.
Ég lofa Drottinn lífs þá æfin gengur.
Ég lofa hann í gleði og sæluleit.
Ég lofa hann er lífsins brestur strengur.
Ég lofa hann í sínum dýrðarreit.

Þá Drottinn rís upp,dýrðin hans mér birtir
sinn dýrðarljóma ást og kærleiksþel.
Og ávalt þá á æfibraut er syrtir,
ég umsjá hans og gæsku líf mitt fel.

Mín sál er róleg. Sjáðu dýrðarljómann
er sólardans á hæstu fjöllum rís.
Og páskasólin prýðir jarðarblómann.
En páskasnjórinn upp á jöklum frýs.

Mér ríkir ást og hlýleiki í huga.
Og hjartað fagnar síhækkandi sól.
Og allt til lífs og dáðs verður að duga.
Og Drottni sjálfum allt vort ráð ég fól.