| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Gleymist þreyta gleði vaki

Bls.bls. 27


Tildrög

Vísan er ort af því tilefni að gangnamaður einn kvað vísu í byrjun gangna þess efnis að þreyta sækti á sig, en hann var vínhneigður og þegar orðinn alldrukkinn.
Gleymist þreyta, gleði vaki,
glasið veitir sálu yl.
Nú er sveitin brátt að baki,
blárra leitum fjalla til.