| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Er þetta ákvæða vísa er danskur kaupmaður silgdi frá landi og fórst skipið með öllu þrátt fyrir bragabótina í seinni vísunni, sem hann orti er hann sá eftir að hafa ort hina fyrri.
Kristur minn fyrir kraftinn þinn
kongur í himnahöllu
gef þann vind á græðis hind
að gangi úr lagi öllu.

Kristur minn fyrir kraftinn þinn
kóngur himins láða
gef þann vind á græðis hind
að gott sé við að ráða.