| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Kristur minn fyrir kraftinn þinn


Tildrög

Sagt er að Þórður hafi kveðið ákvæðavísur þegar danskur kaupmaður lét frá landi. Skipið fórst í hafi og er þessi vísa sú fyrsta í bálknum. Sagt er að Þórður hafi iðrast þegar skipið fórst og ort bragarbót: Kristur minn, fyrir kraftinn þinn kóngur himins láða gefi þann vind á græðis hind að gott sé við að ráða.
Kristur minn fyrir kraftinn þinn
kóngur í himna höllu,
gef þann vind á græðis hind
að gangi úr lagi öllu.