| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Þótt Júdas teljist breyskur, þá verður honum vörn
viljurðu hlutlaus meta sannleikann.
Aldrei sveik hann eiginkonu sína eða börn.
Engann kyssti hann nema frelsarann.

En maðurinn sem allar konur kyssti
hvergi getur fært sér minnstu vörn.
Hann sífellt er að syndga á móti Kristi
og svíkja bæði eiginkonu og börn.

Já, maður, þú ert metinn eftir snilli.
Menn sem þekkja Júdas, þekkja þig.
Þið eruð líkir. Þó ber eitt á milli.
Þú ert lífs, en Júdas hengdi sig.