| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ógn er gaman að yrkja vers

Bls.III, bls. 106


Tildrög

Magnús Markússon sem fluttist til Vesturheims var á líku reki og Jón og byrjaði eitt sinn með tvær fyrstu hendingarnar en rak þá í vörðurnar. Jón tók þá við og orti áframhaldið viðstöðulaust.
Ógn er gaman að yrkja vers
eins hratt og maður syngur.
Fær mun ei reiknast þú til þess,
það er ei barnaglingur.
En hver sem það gerir hiklaust hreint
og heldur áfram með efnið beint,
hann er víst hagyrðingur.