| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ég held þann ríða úr hlaðinu best

Höfundur:Jón Arason biskup
Bls.Bls 17.


Tildrög

Þessi vísa er eignuð Jóni Arasyni. Hestamaður Ara hafði að undirlagi hans haft söðlaðan hest við er þeir feðgar voru leddir til aftökunnar. Um þetta eru þó ýmsar sagnir.

Skýringar

Ég held þann ríða úr hlaðinu best,
sem harmar engir svæfa.
Hamingjan fylgir honum á hest,
heldur í tauminn gæfa.