| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Sveinn á Mælifellsá hafði prestlamb til fóðrunar. Sendi hann dreng til Sigfúsar eftir sumarmál með vísu þessa á blaði til sr. Sigfúsar: Hlákan dável hagar sér. Hlýr er vinda hvinur. Fæ ég ekki að færa þér fóðralambið vinur.

Skýringar

Sauðinn máttu senda mér
Sveinn minn elskulegi.
En hann í þinni ábyrgð er
að eldaskiladegi.