| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Bæjardyrnar bretta upp nefið

Bls.bls.
Flokkur:Bæjavísur


Tildrög

Hannes flutti í Frostastaði vorið 1807 en þótti þar slæmur húsakostur.

Skýringar

Bæjardyrnar bretta upp nefið,
býsna göngin dimm og lág.
Í búrinu er gripum gefið,
gólfskánin er veggjahá.
Baðstofan ljót og baksliguð,
bannað er þar að nefna guð.
Útiskemman áfram lýtur
eins og þegar kerling skítur.