| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Ó Drottinn miskunna þú aumum lýð

Bls.III, bls. 244.


Tildrög

Eitt sinn er umferðarpesti herjaði í Goðdalasókn var prestur beðinn að taka sóknarbörnin til bæna eins og þá tíðkaðist, þ.e. að biðja þeim þeim af predikunarstólnum. Gerði hann það í lok messugerðar og flutti þá þetta vers en mun hafa verið heldur lítið um Sveinsstaðabónda gefið og fannst hann gjarnan mega mæta afgangi.

Skýringar

Fyrstu tvær hendingarnar eru til með ýmsum tilbrigðum.
Ó, Drottinn miskunna þú aumum lýð
einkum á Hofi og Bjarnastaðahlíð,
Bakkakoti og Bústöðum
Breiðargerði og Ánastöðum,
en komdu síðast að Sveinsstöðum.