| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Mánans höllin heið og blá

Heimild:Safnamál
Bls.15. árg., bls. 56.


Tildrög

Hvað er fegurra en fullt tungl í heiði yfir snævi þöktu landi á frostkyrru vetrarkvöldi og norðurljósin stíga dans um stjörnubjart himinhvolfið. Kvöldstemning 14. mars 1911.
Mánans höllin heið og blá
hýrgar fjöll og voga.
Sýnist mjöllin silfurgrá
sindra öll í loga.