| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Hjörleifur Jónsson var einhverju sinni á ferðalagi í áætlunarbíl og sat aftarlega. Í framsæti sat stúlka og fannst Hjörleifi hann þekkja hana og hafði orð á því við sessunauta sína. Á áfangastað sá hann framan í stúlkuna og komst þá að raun um að hún var honum alókunnug. Þá orti Hjörleifur þessa ferskeytlu.

Skýringar

Á ferðalagi margoft má
manninn villa og blekkja.
Enga stúlku aftan frá
er ég viss að þekkja.