| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Hjá séra Hallgrími Péturssyni var smalamaður sem svo vel hermdi eftir presti að ekki þekktist. Á staðnum voru vinnukonur tvær. Eitt sinn talaði prestur til griðkvenna sinna fyrir fótaferð í myrkri en þær hugðu smalamann vera. Göspruðu þau mjög um stund. Kom þar að þær báðu hann að rétta sér kopp. Hann lést leita og eigi finna og kvað þessa braghendu. Þá loks þekktu þær prest og þóttust ósvinnar orðnar en prestur hló að.

Skýringar

Ég kann ei finna kollutetur,
komin að sprengi blaðra.
Mígi nú hver sem meira getur
mengrund undir aðra.