| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Sagt er að Hallgrímur hafi verið spurður hvað hann væri að gera og hafi hann svarað með þessari gagaravillu. Sumir segja að hann hafi þó ekki gert nema fyrri hlutann en dóttir hans á barnsaldri hafi botnað. Erlingur Friðjónsson segir í bók sinni ?Fyrir aldamót? að fyrri hluti þessarar vísu sé eftir Illuga Einarsson úr Mývatnssveit en botninn eftir Gamalíel Halldórsson frá Haganesi við Mývatn.

Skýringar

Ég er að tálga horn í högld,
hagleiksmennt er burtu sigld.
Illugi deyddi tröllið Tögld,
trúi ég hún væri brúnaygld.