| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Árni Rögnvaldsson var um nokkurt skeið einkabílstjóri Stefáns þegar hann tók sér sumarfrí og oftast vestur í Búðardal en þar bjó þá Skjöldur sonur Stefáns. Þeir Stefán og Árni voru góðir kunningjar og sálufélagar um mörg efni. Eitt sinn eru þeir eru á leiðinni vestur staddir í veitingaskála og með þeim það sinnið maður að nafni Gísli. Sem þeir sitja þarna yfir veitingum ber margt á góma í léttu spjalli. Meðal annars það að í einu horni skálans allfjarri þeim situr ferðalangur og þeim Árna og Gísla kemur ekki saman um hvort þarna sé   MEIRA ↲

Skýringar

Að þekkja ei sundur mann og mey
mundi flestum sárna.
Von að Gísla geðjist ei
glámskyggnin í Árna.

Sár er Gísla sálarneyð
og sérhver von í banni,
af því sem hann ekki reið
enskum blaðamanni.