| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Eyjólfur ljóstollur og Árni, sem nefndur var gáta, urðu einhvern tíma samskipa á smábát frá Akranesi til Reykjavíkur. Fengu þeir illt veður og varð Eyjólfur ákaflega hræddur en Árni var vanur sjóferðum og líkaði ferðin vel. Þegar kom að bryggju í Reykjavík stökk Eyjólfur upp úr bátnum, þaut upp bryggjuna og kvað við raust þessa hringhendu.

Skýringar

Eyvi kátur er og snar
á þó bjáti veður.
En Árni gáta verri var
víli og fáti meður.