Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (26)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Glerhallavík

Fyrsta ljóðlína:Söngfuglinn þegir, sefur gróinn bær
Höfundur:Friðrik Hansen
Heimild:Ætti ég hörpu. bls.69
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
1 Söngfuglinn þegir, sefur gróinn bær.
Sólin á tindana kvöldbjarma slær.
Sunnangolan andar á sef við óskatjörn,
sofa þar í brekkunni lítil álfabörn.
Litbrigði skreyta björg og bláan fjörð.
Blikinn út við eyjar og sker heldur vörð.

2 Hún situr undir hamrinum, in sviphreina mær.
Sólgleði og fegurð í augunum hlær.
Óskasteininn hlaut hún álfunum frá.
Enginn má þó vita, hvað ’ún kaus sér að fá.
Hún kemur alltaf síðan, er sól á fegurst völd,
og situr undir hamrinum á Jónsmessukvöld.

3 Glerhallinn fagra hún geymir þá í mund –
sem gaf ’enni heilaga óskastund.
Hún elskaði eins og guðir og óskaði svo heitt,
að allt það, sem hún þráði, var samstundis veitt.
Sveitin og landið og sjórinn urðu eitt,
sál hennar og draumur, og þó var engu breytt.