Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (26)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Við jarðarför góðs kunningja

Fyrsta ljóðlína:Eins og að blómstrið ber
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

1.
Eins og að blómstrið ber
burtu helkaldur þeyr,
þannig auðvitað er
ungur sem gamall deyr.
Þegar skaparinn skipar,
skepnunnar staður sést ei meir.
2.
Farðu vel vinur kær
til vinar sem bestur er.
Glaum heims og glysi fjær,
sem grandar manni hét.
Guð sinni öllum þarna
um sæla eilífð samfagna þér.